Fjölgar mögulega dómurum

mbl.is/Hallur Már

Dóm­stóla­sýsl­an hef­ur áhyggj­ur af stöðu Lands­rétt­ar á meðan rétt­ur­inn er ekki full­skipaður en málsmeðferðar­tími hans held­ur áfram að lengj­ast.

Greint var frá þessu í frétt­um Stöðvar tvö og RÚV um helg­ina. Síðan Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst að þeirri niður­stöðu að ekki hefði verið rétt staðið að skip­an dóm­ara við rétt­inn hafa fjór­ir dóm­ar­ar af fimmtán ekki verið við störf.

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir dóms­málaráðherra úti­lok­ar ekki að dóm­ar­ar verði sett­ir tíma­bundið við Lands­rétt eða viðbót­ar­dóm­ar­ar skipaðir til að vinna á upp­söfnuðum mála­fjölda.

Skrif­stofu­stjóri Lands­rétt­ar hef­ur sagt að ófremd­ar­ástand muni skap­ast inn­an skamms þar sem ell­efu dóm­ar­ar hafi ekki und­an og tæp 500 mál verði óaf­greidd um næstu ára­mót.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert