Rekstrarhagræðing fyrirhuguð á Landspítala

Gamla Landspítalahúsð.
Gamla Landspítalahúsð. mbl.is/Árni Sæberg

Aðhaldsaðgerðir eru áætlaðar á Landspítalanum og eru þær að hluta til hafnar, samkvæmt forstjórapistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, sem birtist síðastliðinn fimmtudag.

Í pistlinum segir að þrátt fyrir að fjárframlög til heilbrigðisþjónustunnar hafi aukist séu þau „ekki í samræmi við þá hratt vaxandi þjónustuþörf sem við þurfum að mæta“.

Af þeim sökum séu nú hafnar aðgerðir „í því augnamiði að draga úr rekstrarkostnaði og horfum [við] sérstaklega til tækifæra sem liggja í öflugu umbótastarfi spítalans og annarra leiða að sama markmiði,“ segir í pistli Páls.

Þessar aðhaldsaðgerðir felast í því að ekki verði ráðist í ný verkefni nema fjármögnun sé tryggð, niðurskurði á ferðakostnaði, endurskoðun á yfirvinnu og að ekki verði ráðið í nýjar stöður „nema þar sem brýn klínísk þörf krefur. Þá er unnið er að því að tryggja að ábyrgð og ákvarðanir fari saman og að skýr fjármálaáætlun styðji við reksturinn“, segir í pistli Páls, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert