Vilja örva borholu

Rannsóknir benda til að þarna sé hár hiti nálægt yfirborði …
Rannsóknir benda til að þarna sé hár hiti nálægt yfirborði en óvíst er hvort nýtanlegt vatn finnist. mbl.is/Ingólfur Guðmundsson

Veit­ur ohf., dótt­ur­fyr­ir­tæki Orku­veitu Reykja­vík­ur, vilja örva lág­hita bor­holu á Norður­nesi, norðan­verðu Geld­inga­nesi, til vatns­fram­leiðslu. Það er hægt að gera með því að dæla vatni í bor­hol­una und­ir þrýst­ingi svo hún fram­leiði meira vatn.

Veit­ur hafa aug­lýst eft­ir verk­taka til að örva bor­hol­una. Það er gert með pakk­ara, einskon­ar tappa sem sett­ur er inn í bor­hol­una í þeim til­gangi að stýra því hvert vatnið sem dælt er ofan í hol­una fer.

Eng­ar hol­ur á Geld­inga­nesi eru tengd­ar inn á hita­veitu Veitna, en ef örvun og bor­un heppn­ast stend­ur til að tengja þær inn á kerfið, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Mmorg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert