Bankar nú betri söluvara

Mögulegt er að ríkisbankarnir tveir skipti um eigendur á næstunni.
Mögulegt er að ríkisbankarnir tveir skipti um eigendur á næstunni. samsett mynd/mbl.is

Niðurstöðu Bankasýslu ríkisins um hvort selja eigi ríkisbankana, Íslandsbanka og Landsbanka, er að vænta á allra næstu vikum. Þetta segir Lárus L. Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins.

Vinna gengur samkvæmt áætlun en skammt er þar til gefin verður út ítarleg skýrsla um stöðu á bankamarkaði eða tillaga um söluferli bankanna. Að sögn Lárusar er mikilvægt að stjórnvöld verði í kjölfarið tilbúin að grípa til nauðsynlegra aðgerða.

„Þetta tekur allt tíma og þá ekki síst fyrir stjórnvöld sem þurfa að vera reiðubúin að stíga þau skref sem þarf að stíga. Við förum ekki út í það að vinna umfangsmikla tillögu án þess að vita að menn séu að komast á þann stað að hlíta þeirri tillögu. Sérstaklega ef hún yrði í þá átt að selja bankana,“ segir Lárus sem kveðst sannfærður um að bankarnir séu betri söluvara nú en á toppi hagsveiflunnar fyrir þremur árum.

„Að mínu mati eru bankarnir tilbúnari til sölu núna þannig að við erum ekki búin að missa af neinu í þessum efnum heldur þvert á móti,“ segir Lárus. Að hans sögn miðar áætlun Bankasýslunnar, verði niðurstaðan sú að selja eigi bankana eða hluta þeirra, við að hægt sé að hefja söluferlið á þessu ári og ljúka því árið 2020.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert