Fækkað verður í framkvæmdastjórn Landspítalans að sögn Páls Matthíassonar forstjóra, sem boðað hefur hagræðingu í rekstri spítalans.
Spurður hvort starfsfólki verði fækkað segir Páll að fyrst og fremst verði starfsmannavelta nýtt þar sem það sé mögulegt.
Nánara fyrirkomulag hagræðingarinnar liggur fyrir í ágúst, en ljóst er að hún tekur til yfirstjórnar spítalans, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.