Fjölgun varð í flestum landshlutum

Við Ísafjarðardjúp. Íbúum fjölgaði lítilsháttar í öllum landshlutum, nema á …
Við Ísafjarðardjúp. Íbúum fjölgaði lítilsháttar í öllum landshlutum, nema á Vestfjörðum, frá 1. desember 2018 til 1. júlí 2019 mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Íbúum fjölgaði lítilsháttar í öllum landshlutum, nema á Vestfjörðum, frá 1. desember 2018 til 1. júlí 2019. Á Vestfjörðum fækkaði íbúum um níu á þessu tímabili. Fjölgun íbúa varð hlutfallslega mest á Suðurlandi. Þar fjölgaði um 600 eða 2%.

Íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 2.396 eða um 1,1%, að því er segir í Morgunblaðinu í dag. Reykvíkingum fjölgaði um 1.161 á tímabilinu eða um 0,9%. Næst komu Kópavogur með fjölgun upp á 473 íbúa (1,3%) og Mosfellsbær þar sem fjölgaði um 377 íbúa (3,3%).

Sé litið til alls landsins þá fjölgaði íbúum Skagabyggðar hlutfallslega mest eða um 10,2%. Þar fjölgaði íbúum úr 88 í 97. Íbúum fækkaði í 20 af 72 sveitarfélögum landsins á tímabilinu. Af 72 sveitarfélögum eru 39 með færri en 1.000 íbúa. Íbúum fækkaði í 16 þessara sveitarfélaga. Alls eru 23 sveitarfélög með 1.000-5.000 íbúa hvert. Á tímabilinu fækkaði í fjórum þeirra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert