Icelandair með vistvæn hnífapör

757-þota Icelandair í flugtaki í Reykjavík.
757-þota Icelandair í flugtaki í Reykjavík. mbl.is/Árni Sæberg

Icelandair mun á næstu mánuðum taka umhverfisvæn hnífapör, tannstöngla og umbúðir í notkun. Áhöldin og umbúðirnar eru úr maíssterkju og brotna því niður í stað þess að safnast fyrir á urðunarstöðum eða í náttúrunni.

Á heimasíðu Icelandair segir að flugfélagið sé meðal þeirra fyrstu til að innleiða umhverfisvæn hnífapör áður en bann Evrópusambandsins við einnota plastvörum tekur gildi árið 2021. Verkefnið er unnið í samstarfi við Kaelis, sem er alþjóðlegt fyrirtæki og sérhæfir sig í sölu á vörum og þjónustu um borð í flugvélum.

„Við erum stöðugt að vinna í umbótaverkefnum í þágu umhverfisins og þetta er eitt skref í áttina að því að minnka plastnotkun,“ segir Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert