Lög um landshöfuðlén auka öryggi

Hér á landi er ekki að finna heildstæða löggjöf um …
Hér á landi er ekki að finna heildstæða löggjöf um landshöfuðlénið .is. Þá er hvergi minnst á lén í íslenskri löggjöf. mbl.is/Árni Sæberg

Ríkisstjórnin áformar lagasetningu um landshöfuðlénið .is. Fram kemur í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar að hér á landi er aðeins eitt fyrirtæki, ISNIC hf., sem sinnir skráningu léna undir landshöfuðléninu .is samkvæmt heimild frá ICANN í Bandaríkjunum.

Á árunum 2010-2012 hafi verið lögð fram þrjú frumvörp um landshöfuðlénið .is.sem ekki náðu fram að ganga en með þeim átti gera starfsemi ISNIC háða starfsleyfi.

Í áformum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem kynnt eru í samráðsgáttinni er lagt til að samið verði nýtt frumvarp um landshöfuðlénið .is og að settar verði skýrar lágmarksreglur um skráningu léna undir landshöfuðléninu .is. Líta verði á landshöfuðlénið .is sem mikilvæga innviði fyrir íslenskt samfélag og því verði að telja bæði tímabært og nauðsynlegt að sett verði lágmarks lagaumgjörð um skráningarstofu landshöfuðlénsins .is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert