Mike Pence vill heimsækja Ísland

Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna.
Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna. AFP

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir við íslensk stjórnvöld að hann hafi áhuga á að heimsækja Ísland með haustinu.

Þetta hefur Morgunblaðið eftir áreiðanlegum heimildum úr íslenska stjórnkerfinu. Málið hefur, samkvæmt upplýsingum blaðsins, verið rætt á vettvangi ríkisstjórnarinnar en staðfesting liggur ekki fyrir á hingaðkomu varaforsetans.

Pence mun hafa óskað eftir því við íslensk stjórnvöld að koma til landsins einhvern tíma fyrrihluta septembermánaðar.

Aukin samskipti ríkjanna

Ósk svo háttsetts bandarísks stjórnmálamanns um að heimsækja Ísland er talin vísbending um að aukin þíða sé komin í samskipti Íslands og Bandaríkjanna á nýjan leik, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka