Mynda Surtsey með drónum

Drónar hafa ekki áður verið með í för vísindamanna en …
Drónar hafa ekki áður verið með í för vísindamanna en nú stendur til að mynda eyjuna með þeim hætti. mbl.is/Árni Sæberg

Vísindamenn í árlegum jarðfræðileiðangri til Surtseyjar hyggjast búa til þrívíddarlíkan af Surtsey í því skyni að fylgjast með rofi eyjunnar með nákvæmum hætti.

Í þessu skyni verða tveir drónar með í för að þessu sinni, annar þeirra vængjaður og forritaður til þess að fljúga sjálfur fram og aftur um eyjuna.

Kristján Jónasson, jarðfræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands og leiðangursstjóri, segir að með þessum hætti megi fylgjast betur með þróuninni en ef notast er við hefðbundnar loftmyndir. Ný loftljósmyndastofa Náttúrufræðistofnunar geri þetta kleift.

Nokkur fjöldi vísindamanna verður með í för en meðal annars verður jarðhiti mældur og tilraunir gerðar við borholur sem í eynni eru. Þá verða sérfræðingar Landmælinga Íslands með í för og munu mæla fastmerki í eyjunni og tengja við íslenska landshnitakerfið, að því er fram kemur í umfjöllun um rannsóknirnar í Surtsey í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka