Áfram engar ferðir á jökulinn

Svínafellsjökull.
Svínafellsjökull. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Engar skipulagðar ferðir hafa verið farnar á Svínafellsjökul í sumar. Enn er í gildi viðvörun Almannavarna frá því í júní í fyrra, þar sem mælst var til þess að ekki yrði farið með hópa á jökulinn vegna hættu á skriðuföllum á hann.

Þá var því beint til ferðafólks að staldra stutt við á útsýnisstöðum við sporð Svínafellsjökuls, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Ástæða þessa er stór sprunga í Svínafellsheiði sem liggur að jöklinum, en vorið 2018 uppgötvaðist að hún væri lengri en áður var talið. Vatnajökulsþjóðgarður gaf ferðaþjónustufyrirtækjum undanþágu til að fara með hópferðir á Skaftafellsjökul til loka síðasta árs, en hún gildir einnig í sumar.

„Staðan er óbreytt, en það er von á vísindamönnum þarna upp með fleiri mælitæki,“ segir Steinunn Hödd Harðardóttir, aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar á suðursvæði í Vatnajökulsþjóðgarði, en á síðasta ári komu vísindamenn fyrir mælitækjum til að mæla gliðnun sprungunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert