Græna ljósið logar nú lengur í Geirsgötunni

Allt að 1.800 bílar fara um þessi gatnamót á annatíma …
Allt að 1.800 bílar fara um þessi gatnamót á annatíma síðdegis og því geta myndast langar biðraðir. mbl.is/sisi

Tíminn sem græna ljósið logar fyrir umferð úr Geirsgötu hefur verið lengdur og var það gert til að bæta flæði umferðar um Geirsgötu og Kalkofnsveg/Lækjargötu.

Þetta svar fékk Morgunblaðið þegar leitað var viðbragða við kvörtunum Seltirninga á dögunum, en þeir hafa kvartað hástöfum yfir því að sitja þarna tímunum saman í umferðarteppu.

Lotutími umferðarljósanna er 90 sekúndur á annatíma, árdegis og síðdegis, en 75 sekúndur aðra tíma dagsins. Það þýðir að allir umferðarstraumar, ökutæki og aðrir vegfarendur, þurfa að deila þessum 90 sekúndur á milli sín.

„Græni tíminn“ fyrir umferðarstrauminn af Geirsgötu og inn á Kalkofnsveg/Lækjargötu var lengdur um sex sekúndur og er nú venjulega 32 sekúndur á annatíma, en var áður 26 sekúndur. Þessi breyting var gerð í byrjun júní, segja þau Nils Schwarzkopp, sérfræðingur í umferðarljósastýringum, og Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, yfirverkfræðingur samgöngumála, hjá skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert