Verði tillaga þess efnis að Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna verði falið að rannsaka stríð stjórnvalda á Filippseyjum gegn fíkniefnum samþykkt munu allir þeir sem vinni að henni fái greiðslur frá eiturlyfjahringjum.
Þetta segir Teodoro Locsin, utanríkisráðherra Filippseyja, á Twitter-síðu sinni í gær en tillagan var lögð fram af Íslandi.
Mannréttindasamtök segja ummæli ráðherrans til marks um örvæntingu. Stjórnvöld á Filippseyjum, undir forystu forsetans Rodrigo Duterte, hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir framgöngu sína í fyrrnefndu stríði sínu.
Fjöldi fólks hafi verið tekinn af lífi með ólögmætum hætti og öðru grófu ofbeldi beitt gegn borgurum í landinu.
Stjórnvöld á Filippseyjum eru ennfremur meðal annars hvött til þess í tillögunni að virða alþjóðalög og leyfa óháða rannsókn á fíkniefnastríðinu.
Gert er ráð fyrir að atkvæði verði greidd um tillöguna í mannréttindaráðinu á morgun. Vísir.is greindi fyrst frá.
If the Iceland resolution wins that means bonuses for everyone who worked for it—from the drug cartels.
— Teddy Locsin Jr. (@teddyboylocsin) July 9, 2019