Vilja lengja gjaldskyldu

Borgin íhugar hækkun bílastæðagjalda, lengri gjaldtöku og að rukkað verði …
Borgin íhugar hækkun bílastæðagjalda, lengri gjaldtöku og að rukkað verði líka á sunnudögum. mbl.is/Sigtryggur Sigtryggsson

Meirihluti skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur samþykkti nýverið að vísa tillögum stýrihóps um stefnumörkun í bíla- og hjólastæðamálum til meðferðar hjá samgöngustjóra og umhverfis- og skipulagssviði.

Stýrihópurinn lagði m.a. til að lengja gjaldtökutíma á ákveðnum svæðum, taka upp gjaldskyldu á sunnudögum, hækka bílastæðagjald á tilteknum svæðum og lækka annars staðar. Fulltrúar minnihlutans í ráðinu sátu hjá við afgreiðslu málsins en lögðu fram bókanir.

„Markmiðið með vinnu stýrihópsins var að jafna álag og reyna að tryggja að alltaf séu einhver bílastæði laus þar sem borgin er með stæði á borgarlandinu,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, annar af tveimur fulltrúum meirihlutans í stýrihópnum.

Í bókun sinni segja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins margt jákvætt í tillögunum og mikilvægt að stefna liggi nú fyrir í málaflokknum. Fulltrúi Miðflokksins vill fyrstu 15-20 mínútur í bílastæði gjaldfrjálsar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert