Vilja lengja gjaldskyldu

Borgin íhugar hækkun bílastæðagjalda, lengri gjaldtöku og að rukkað verði …
Borgin íhugar hækkun bílastæðagjalda, lengri gjaldtöku og að rukkað verði líka á sunnudögum. mbl.is/Sigtryggur Sigtryggsson

Meiri­hluti skipu­lags- og sam­gönguráðs Reykja­vík­ur samþykkti ný­verið að vísa til­lög­um stýri­hóps um stefnu­mörk­un í bíla- og hjóla­stæðamál­um til meðferðar hjá sam­göngu­stjóra og um­hverf­is- og skipu­lags­sviði.

Stýri­hóp­ur­inn lagði m.a. til að lengja gjald­töku­tíma á ákveðnum svæðum, taka upp gjald­skyldu á sunnu­dög­um, hækka bíla­stæðagjald á til­tekn­um svæðum og lækka ann­ars staðar. Full­trú­ar minni­hlut­ans í ráðinu sátu hjá við af­greiðslu máls­ins en lögðu fram bók­an­ir.

„Mark­miðið með vinnu stýri­hóps­ins var að jafna álag og reyna að tryggja að alltaf séu ein­hver bíla­stæði laus þar sem borg­in er með stæði á borg­ar­land­inu,“ seg­ir Gunn­laug­ur Bragi Björns­son, ann­ar af tveim­ur full­trú­um meiri­hlut­ans í stýri­hópn­um.

Í bók­un sinni segja full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins margt já­kvætt í til­lög­un­um og mik­il­vægt að stefna liggi nú fyr­ir í mála­flokkn­um. Full­trúi Miðflokks­ins vill fyrstu 15-20 mín­út­ur í bíla­stæði gjald­frjáls­ar, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert