Aukið aðgengi með netinu

Melatónín er víða skilgreint sem fæðubótarefni en flokkað sem lyf …
Melatónín er víða skilgreint sem fæðubótarefni en flokkað sem lyf hér.

Aukið aðgengi að sterum fyrir tilstuðlan internetsins og staðalmyndir um hinn fullkomna líkama eiga stóran þátt í aukinni steranotkun hér á landi að því er fram kemur í máli Birgis Sverrissonar, framkvæmdastjóra Lyfjaeftirlits Íslands.

Eðli notkunar á sterum hér á landi hefur einnig breyst að hans sögn. Einfalt er að verða sér úti um stera á internetinu og aðeins er lagt hald á brotabrot af þeim sterum sem til Íslands koma.

Birgir segir að steranotkun hér á landi sé nú síður sjáanleg. Stærstur hluti steraneytenda sækist nú eftir öðru útliti og stera sé nú frekar neytt í töfluformi. Síðustu ár hefur hald verið lagt á tugi þúsunda slíkra taflna. „Það er erfitt að verða ekki fyrir áhrifum af þessum stanslausu líkamssýningum á netinu sem segja: „Þú átt að líta svona út“,“ segir hann í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Þörf á nýjum aðferðum

Greitt aðgengi er að ólöglegum fæðubótarefnum og lyfjum á vefsíðum og á Facebook og hefur illa gengið að hafa uppi á söluaðilum til að stöðva slík viðskipti. Dæmi eru um að söluaðilar hafi stundað viðskipti sín árum saman, án afskipta.

Melatónín er auglýst í miklum mæli á vefnum, en efnið er skilgreint sem ólöglegt fæðubótarefni hér á landi. Í svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn Morgunblaðsins um þessi mál kemur fram að innflutningur á efninu hafi aukist mjög frá þeim löndum þar sem það er skilgreint sem fæðubótarefni. Zulema Sullca Porta, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun, segir að erfitt sé að eiga við dreifingu ólöglegra efna gegnum Facebook-síður. Hún segir að skoða þurfi aðrar aðferðir til að sporna við þróuninni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert