Bíða eftir betra færi

Engin slys á fólki þegar strandveiðibátur strandaði uppi í fjöru …
Engin slys á fólki þegar strandveiðibátur strandaði uppi í fjöru í Súgandafirði síðdegis í gær. Ljósmynd/Sæmundur Þórðarson

Björg­un­ar­sveit á Suður­eyri var kölluð út um hálf­fimm­leytið í gær eft­ir að strand­veiðibát­ur­inn Haf­dís ÍS sigldi í strand ut­ar­lega í Súg­andafirði. Eng­in slys urðu á fólki og var björg­un­ar­bát­ur kom­inn á strandstað stuttu síðar.

Val­ur Sæþór Val­geirs­son, björg­un­ar­sveit­armaður á Suður­eyri, seg­ir að bát­ur­inn sé vel skorðaður á strandstaðnum. Því hafi verið ákveðið að reyna ekki að draga hann af strandstað að sinni. Val­ur bæt­ir við að stórt sker sé fyr­ir aft­an bát­inn, sem myndi lík­lega skemma hann meira ef reynt yrði að draga hann of snemma.

Gat kom á skrokk báts­ins og þurfti því að koma dæl­um um borð í hann frá landi. Val­ur seg­ir að gatið sé ekki stórt, en að stýrið hafi skadd­ast og þar leki inn í vél­ar­rúmið. Því sé verið að vinna að því að þétta bát­inn. „Við vilj­um ekki ana að neinu, held­ur sæt­um fær­is,“ seg­ir Val­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert