Brotnar rúður, drasl og skemmdarverk

Svona er umhorfs í og við niðurnídd sumarhús sem standa …
Svona er umhorfs í og við niðurnídd sumarhús sem standa við Elliðavatn, örskammt frá Vatnsendahverfi í Kópavogi. mbl.is/​Hari

Skemmd húsgögn, brotnar rúður, vínflöskur og matarumbúðir á víð og dreif. Út um glugga eins hússins stendur rúmgafl, fyrir utan annað liggja möppur með bókhaldsgögnum fyrirtækis frá 9. áratugnum og brunninn bíll er skammt frá.

Svona er umhorfs í og við niðurnídd sumarhús sem standa við Elliðavatn, örskammt frá Vatnsendahverfi í Kópavogi. Ástandið hefur varað í marga mánuði og ekkert verið aðhafst þrátt fyrir ítrekaðar athugasemdir íbúa í hverfinu, heilbrigðiseftirlits og umhverfissviðs bæjarins.

Páll Stefánsson, deildarstjóri mengunarvarna og umhverfismats hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, segir að talsverð slysahætta sé af húsunum og umhverfi þeirra. Eftirlitið hafi leitað allra leiða til að fá húsin rifin og hreinsa til í kringum þau, án árangurs.

Umrætt svæði er í eigu dánarbús Þorsteins Hjaltested.
Umrætt svæði er í eigu dánarbús Þorsteins Hjaltested. mbl.is/​Hari

Opið svæði inni í byggð

Umrætt svæði er í eigu dánarbús Þorsteins Hjaltested, landeiganda á Vatnsenda, en hann lést í desember síðastliðnum. Svæðið er fyrrverandi vatnsverndarsvæði að sögn Páls og þar er vinsælt útivistarsvæði.

Fyrir skömmu sendi heilbrigðiseftirlitið sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, sem fer með forræði á svæðinu, bréf þar sem farið var fram á að hafist yrði þegar í stað handa við hreinsun á svæðinu. Að sögn Páls barst svar frá sýslumanni fyrr í þessari viku og þar segir að þar sem ekki hafi verið skipaður bústjóri yfir dánarbúinu sé lítið hægt að gera í málinu, hendur sýslumanns séu bundnar þar til það hafi verið gert.

mbl.is/​Hari

„Sýslumaður bað okkur um frest til að reyna að leysa þetta á farsælan hátt. En okkur finnst liggja á að þetta verið hreinsað,“ segir Páll.

Hann segir að málið myndi horfa öðruvísi við ef húsin væru ekki á opnu svæði svo nálægt byggð. „En þetta er ekki afgirt, þetta er opið svæði nánast inni í byggð, það er fokhætta af ýmsu sem þarna er og að auki slysahætta fyrir dýr og börn sem okkur skilst að hafi verið að sækja í þessi hús.“

mbl.is/​Hari

Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs Kópavogsbæjar, segir málið hafa verið á borði sviðsins í nokkur ár. Bærinn hafi margoft boðið eiganda landsins að hreinsa svæðið, en því boði hafi ekki verið tekið. „Landeigandinn á flestöll húsin, hann leysti nánast öll til sín. Við höfum ekki getað fengið leyfi til að fara inn á svæðið og hreinsa þetta. Enginn nema eigandi getur veitt leyfi til hreinsunar og við megum ekki ryðjast inn á eigur annarra, hversu mikla þörf við teljum vera á því,“ segir Steingrímur. „Við höfum lengi haft áhyggjur af þessu og erum satt best að segja orðin frekar þreytt á þessu ástandi. En á meðan leyfið fæst ekki þá getum við ekkert gert, því miður.“

mbl.is/​Hari
mbl.is/​Hari
mbl.is/​Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Haraldur Jónasson/Hari
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert