Ekki ljóst hvort Kína verði rannsakað

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir það eigi eftir að koma …
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir það eigi eftir að koma í ljós hvort lagt verður til að rannsaka meðferð kínverskra stjórnvalda á uighurum. Kristinn Magnússon

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra getur ekki sagt til um það hvort Ísland muni leggja til að rannsókn verði framkvæmd á meðferð kínverskra stjórnvalda á uighur-múslimum í Xinjang-héraði eins og Ísland hefur gert í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna gagnvart Filippseyjum. Þetta kemur fram í samtali ráðherrans við mbl.is.

Ísland ásamt 21 öðru ríki sem á sæti í mannréttindaráðinu sendu frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar meðferðar sem uighurar hafa mátt sæta af hálfu kínverskra stjórnvalda. Í bréfinu eru kínversk stjórnvöld hvött til þess að veita Sameinuðu þjóðunum og óháðum alþjóðlegum eftirlitsmönnum aðgang að héraðinu.

„Þetta er mál sem er vel þekkt og við höfum áhyggjur af. Við vildum hvetja kínversk stjórnvöld til þess að vinna með alþjóðastofnunum,“ segir Guðlaugur.

„Þetta skref var stigið núna og hvað gerist í framhaldinu á eftir að koma í ljós,“ svarar ráðherra er hann er spurður hvort Ísland hyggst leggja til að hafin verði rannsókn á mannréttindabrotum eins og var samþykkt gagnvart Filippseyjum í mannréttindaráði í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert