Rannsókn að ljúka

Rannsókn á Lindsormálinu hefur staðið yfir í áratug.
Rannsókn á Lindsormálinu hefur staðið yfir í áratug. mbl.is/Ómar Óskarsson

Rann­sókn yf­ir­valda í Lúx­em­borg á stjórn­end­um og starfs­mönn­um Kaupþings banka í tengsl­um við Lindsor-málið svo­kallaða er að ljúka.

Rann­sókn­ar­gögn verða send til rík­is­sak­sókn­ara í Lúx­em­borg bráðlega sem tek­ur ákvörðun um hvort ákæra verður gef­in út. Yf­ir­völd í Lúx­em­borg komu til lands­ins árið 2016 til að yf­ir­heyra Íslend­inga í tengsl­um við málið en það hef­ur verið til rann­sókn­ar síðan 2009, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Um er að ræða rann­sókn á 171 millj­ón­ar evra lán­veit­ingu Kaupþings til af­l­ands­fé­lags­ins Lindsor Hold­ing, sem notuð var til að kaupa skulda­bréf í bank­an­um sjálf­um. Selj­and­inn var Kaupþing í Lúx­em­borg en þann sama dag keypti bank­inn skulda­bréf af fjór­um starfs­mönn­um bank­ans. Starfs­menn og stjórn­end­ur bank­ans eru einnig grunaðir um skjalafals þar sem skjöl tengd lán­veit­ing­unni og kaup­un­um voru und­ir­rituð mánuðum seinna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert