Rannsókn að ljúka

Rannsókn á Lindsormálinu hefur staðið yfir í áratug.
Rannsókn á Lindsormálinu hefur staðið yfir í áratug. mbl.is/Ómar Óskarsson

Rannsókn yfirvalda í Lúxemborg á stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings banka í tengslum við Lindsor-málið svokallaða er að ljúka.

Rannsóknargögn verða send til ríkissaksóknara í Lúxemborg bráðlega sem tekur ákvörðun um hvort ákæra verður gefin út. Yfirvöld í Lúxemborg komu til landsins árið 2016 til að yfirheyra Íslendinga í tengslum við málið en það hefur verið til rannsóknar síðan 2009, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Um er að ræða rannsókn á 171 milljónar evra lánveitingu Kaupþings til aflandsfélagsins Lindsor Holding, sem notuð var til að kaupa skuldabréf í bankanum sjálfum. Seljandinn var Kaupþing í Lúxemborg en þann sama dag keypti bankinn skuldabréf af fjórum starfsmönnum bankans. Starfsmenn og stjórnendur bankans eru einnig grunaðir um skjalafals þar sem skjöl tengd lánveitingunni og kaupunum voru undirrituð mánuðum seinna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert