Persónuvernd telur ríkisskattstjóra heimilt að leggja fram upplýsingar um tekjuskatt og útsvar. Upplýsingunum mega fylgja nafn, heimilisfang og fæðingardagur, en telur Persónuvernd að heimild bresti til notkunar kennitölu.
Þetta kemur fram í áliti Persónuverndar á vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við framlagningu álagningarskráa að beiðni ríkisskattstjóra.
Í álitinu segir að Persónuvernd ekki heimilt að leggja fram upplýsingar um gjöld einstaklinga í framkvæmdasjóð aldraðra eða til Ríkisútvarpsins.
Jafnframt er það álit Persónuverndar að vinnsla annarra aðila en ríkisskattstjóra á þeim persónuupplýsingum sem gerðar eru aðgengilegar í álagningarskrám sé háð því að heimild standi til þeirrar vinnslu og að gætt sé að meginreglum persónuverndarlaga og að umræddir aðilar beri sjálfstæða ábyrgð á þeirri vinnslu.
„Fari vinnslan einvörðungu fram í þágu fjölmiðlunar heyri hún hins vegar ekki undir valdsvið Persónuverndar. Hið sama eigi við sé vinnslan á vegum einstaklings og upplýsingarnar séu einvörðungu ætlaðar til persónulegra nota.“
Ályktun Persónuverndar í heild