Kærir gæsluvarðhaldsúrskurðinn

Maðurinn var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Austurlands …
Maðurinn var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Austurlands á Egilsstöðum í gær. mbl.is/Gúna

Maður sem úrskurðaður var í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Austurlands í gær, grunaður um að stinga annan mann í heimahúsi í Neskaupstað í kringum miðnætti á miðvikudagskvöld, hefur tekið ákvörðun um að kæra úrskurðinn til Landsréttar.

Þetta segir Gísli Auðbergsson verjandi mannsins í samtali við mbl.is.

Lögregla rannsakar málið sem tilraun til manndráps eða stórfellda líkamsárás, en maðurinn er grunaður um að hafa stungið fórnarlambið, ítrekað í hönd og fótlegg. Báðir eru mennirnir um þrítugt.

Maðurinn sem var stunginn undirgekkst aðgerð á Landspítala í gær og er á batavegi, en hann náði að flýja undan árásarmanninum inn á heimili nágranna sinna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert