Bótagreiðslur aukast

Um 5 milljarðar í atvinnuleysisbætur frá apríl til júní.
Um 5 milljarðar í atvinnuleysisbætur frá apríl til júní. mbl.is/Golli

Síðustu þrjá mánuði hafa verið greidd­ir um fimm millj­arðar króna í at­vinnu­leys­is­bæt­ur. Með sama áfram­haldi verða greidd­ir rúm­ir 15 millj­arðar króna í at­vinnu­leys­is­bæt­ur á tíma­bil­inu frá apríl til ára­móta og um 19 millj­arðar á ár­inu öllu.

Margt get­ur breytt þeirri tölu til lækk­un­ar eða hækk­un­ar á ár­inu. Til að setja 19 millj­arða í sam­hengi sam­svar­ar sú fjár­hæð um 42% af kostnaði við upp­bygg­ingu nýs meðferðar­kjarna við Land­spít­al­ann.

Sam­kvæmt jún­í­skýrslu Vinnu­mála­stofn­un­ar voru þá rúm­lega 6.700 manns á at­vinnu­leys­is­skrá. Til sam­an­b­urðar bend­ir vinnu­markaðsrann­sókn Hag­stof­unn­ar til að um 10 þúsund hafi verið án vinnu í maí.

Mik­il um­skipti urðu á ís­lensk­um vinnu­markaði í kjöl­far gjaldþrots flug­fé­lags­ins WOW air. Um 1.100 misstu vinn­una en haft var eft­ir Unni Sverr­is­dótt­ur, for­stjóra Vinnu­mála­stofn­un­ar, að aldrei hefðu jafn­marg­ir misst vinn­una á Íslandi í einu. Hún áætlaði aðspurð í gær að miðað við efna­hags­horf­ur yrðu bóta­greiðslur hærri á síðari hluta árs­ins.

Sam­drátt­ur­inn á vinnu­markaði birt­ist meðal ann­ars í því að starfs­fólki starfs­manna­leiga fækk­ar úr 1.552 í júní í fyrra­sum­ar í 913 í júní í ár, eða um 41% milli ára, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert