Broskallarnir virka vel á ökumenn

Vilja ekki allir fá fallegt bros?
Vilja ekki allir fá fallegt bros? Ljósmynd/Vegagerðin

Nokkuð hefur borið á hraðakstri á Suðurlandsvegi, milli Hveragerðis og Selfoss, en unnið er að fyrsta áfanga tvöföldunar vegarins.

Til að hvetja vegfarendur til að draga úr hraðanum hafa Íslenskir aðalverktakar (ÍAV) gripið til þess ráðs að setja upp hraðaskilti við vestari enda hjáleiðar um veginn. Hraðaskiltin eru í formi broskarla sem brosa og lýsa grænir þegar hraði bíla er undir hámarkshraða en gretta sig með fýlusvip og rauðum lit ef ekið er yfir hámarkshraða.

„Við settum upp tvo broskarla fyrir tíu dögum og þeir virka mjög vel. Einhvern veginn virðist innbyggt í fólk að sækjast eftir broskarli en vilja ekki fýlukarl. Vilja ekki allir fá fallegt bros?“ er haft eftir Ágústi Jakobi Ólafssyni, yfirverkstjóra ÍAV, í frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert