Fjölgar um 3.000 á Skaga

Akratorg. Miðbærinn mun teygja sig inn í nýtt hverfi á …
Akratorg. Miðbærinn mun teygja sig inn í nýtt hverfi á Sementsreit. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjöldi íbúða verður byggður á Akra­nesi á næstu árum, ef áætlan­ir ganga eft­ir, með til­heyr­andi fjölg­un íbúa. Stefn­ir í að íbú­um fjölgi um 3.000 á næstu 6-10 árum og verði orðnir yfir 10 þúsund. Gangi það eft­ir mun íbúa­fjöld­inn tvö­fald­ast á þrjá­tíu árum.

Nú eru 100 íbúðir í bygg­ingu á Akra­nesi og lóðir upp­seld­ar. Búið er að skipu­leggja tvo nýja bygg­ing­ar­reiti og sá þriðji er í skipu­lags­ferli. Gert er ráð fyr­ir tæp­lega 1.100 íbúðum í þess­um hverf­um.

Bú­ist er við að mik­il eft­ir­spurn verði eft­ir lóðum á svo­kölluðum Sements­reit þar sem verk­smiðju­bygg­ing­ar Sements­verk­smiðjunn­ar voru. Þar er ætl­un­in að byggja 368 íbúðir, auk aðstöðu fyr­ir versl­un og þjón­ustu. Reiknað er með að fyrstu lóðunum verði út­hlutað fyr­ir lok árs­ins. Sæv­ar Freyr Þrá­ins­son bæj­ar­stjóri seg­ir hverfið ein­stakt. „Það segja mér fjár­fest­ar sem hafa verið að banka á dyrn­ar að þetta sé flott­asta bygg­ing­ar­land sem í boði er á land­inu.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka