Fjölgar um 3.000 á Skaga

Akratorg. Miðbærinn mun teygja sig inn í nýtt hverfi á …
Akratorg. Miðbærinn mun teygja sig inn í nýtt hverfi á Sementsreit. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjöldi íbúða verður byggður á Akranesi á næstu árum, ef áætlanir ganga eftir, með tilheyrandi fjölgun íbúa. Stefnir í að íbúum fjölgi um 3.000 á næstu 6-10 árum og verði orðnir yfir 10 þúsund. Gangi það eftir mun íbúafjöldinn tvöfaldast á þrjátíu árum.

Nú eru 100 íbúðir í byggingu á Akranesi og lóðir uppseldar. Búið er að skipuleggja tvo nýja byggingarreiti og sá þriðji er í skipulagsferli. Gert er ráð fyrir tæplega 1.100 íbúðum í þessum hverfum.

Búist er við að mikil eftirspurn verði eftir lóðum á svokölluðum Sementsreit þar sem verksmiðjubyggingar Sementsverksmiðjunnar voru. Þar er ætlunin að byggja 368 íbúðir, auk aðstöðu fyrir verslun og þjónustu. Reiknað er með að fyrstu lóðunum verði úthlutað fyrir lok ársins. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri segir hverfið einstakt. „Það segja mér fjárfestar sem hafa verið að banka á dyrnar að þetta sé flottasta byggingarland sem í boði er á landinu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert