Neyðarstig virkjað á Keflavíkurflugvelli

Flapsar eru hluti af lendingarbúnaði flugvéla og var neyðarstig virkjað …
Flapsar eru hluti af lendingarbúnaði flugvéla og var neyðarstig virkjað á flugvellinum. Ljósmynd/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli á níunda tímanum í morgun vegna bilaðra flapsa flugvélar United Airlines sem var að koma inn til lendingar frá Newark-flugvelli í New York í Bandaríkjunum.

Flapsar eru hluti af lendingarbúnaði flugvéla og var neyðarstig virkjað á flugvellinum vegna bilunarinnar, auk þess sem björgunarsveitir, slökkvilið og lögregla á öllu Suðvesturhorni landsins var sett í viðbragðsstöðu.

Þetta staðfestir varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum í samtali við mbl.is, en fyrst var greint frá málinu á RÚV.

Flugvélin, sem er af gerðinni Boeing 757-221 hringsólaði yfir Faxaflóa í um 20 mínútur áður en hún lenti heilu á höldnu á Keflavíkurflugvelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert