Siglt undir nafni Amundsens

Skipið sem fær nafn Roalds Amundsens er rafdrifið og mengar …
Skipið sem fær nafn Roalds Amundsens er rafdrifið og mengar minna en önnur skip af þessari stærð. Ljósmynd/ Hurtigruten

Fyrsta rafdrifna skemmtiferðaskip heims, norska skipið Roald Amundsen, kemur við í Reykjavík í byrjun ágúst í fyrsta leiðangri sínum á norðurslóðir. Það fer síðar í Suður-Íshafið þar sem því verður formlega gefið nafn að hætti Amundsen.

Norska fyrirtækið Hurtigruten, sem annast siglingar með farþega með strönd Noregs og rekur skemmtiferðaskip sem meðal annars sigla til Íslands og með ströndum landsins, lét smíða tvíorku (hybrid) skemmtiferðaskip sem verður í haust gefið nafn norska landkönnuðarins. Það er með miklar rafhlöður en einnig vélar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Útblástur gróðurhúsalofttegunda á að vera 20% minni en á hefðbundnum skemmtiferðaskipum af sömu stærð.

Í Reykjavík 6. ágúst

Skipið er 140 metra langt. Það tekur 530 gesti og 150 manns eru í áhöfn þess. Systurskip er í smíðum og það mun fá nafn annars norsks landkönnuðar og vísindamanns, Fridtjof Nansen.

Eftir jómfrúarferð þar sem fjöldi staða í Noregi er heimsóttur verður skipinu stefnt á norðurslóðir, til Svalbarða og Íslands. Það leggst að bryggju við Skarfabakka snemma að morgni 6. ágúst og fer af stað áleiðis til Grænlands um kvöldið, að  því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert