Baðstaðir þurfa að bæta aðgengi fatlaðra

Krauma. Jón Gunnar gagnrýnir aðgengi að nýjum baðstöðum víða um …
Krauma. Jón Gunnar gagnrýnir aðgengi að nýjum baðstöðum víða um land. mbl.is/Árni Sæberg

Aðgengi fatlaðra hjá nýjum baðstöðum úti á landi mætti stórbæta að sögn Jóns Gunnars Benjamínssonar, forstjóra Iceland Unlimited. Hann þarf að nota hjólastól eftir bílslys árið 2007 og segir sögu sína í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina.

„Núna snýst þetta mikið um gott aðgengi að baðstöðum sem spretta upp úti um allt land. Þeir taka misvel í aðfinnslur en það virðist sem þessi mál sitji ansi oft á hakanum. Þá er ég að tala um staði eins og Vök á Egilsstöðum, Krauma í Borgarfirði og Geosea á Húsavík. Þar er gert ráð fyrir aðgenginu, að vissum hluta. Svo stoppar allt,“ segir hann.

„Ég er að vona að þeir lagi þessi mál hjá sér á Húsavík, þeir taka best í þetta. Hinir hafa ekki sýnt því mikinn áhuga en vonandi breytist það.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert