„Sjálfsögð þjónusta fyrir blinda“

Matseðlar veitingastaðarins Glóðar eru líka með blindraletri.
Matseðlar veitingastaðarins Glóðar eru líka með blindraletri. Ljósmynd/Aðsend

„Okkur langar að skora á aðra veitingastaði að vera með matseðla með blindraletri,“ segir Björn Berg Pálsson, rekstrarstjóri hjá Skálans diner. Veitingastaðurinn er undir hatti 701 Hotels sem á og rekur þrjá veitingastaði á Egilsstöðum. Á næstu dögum verða allir þrír veitingastaðirnir komnir með matseðla með blindraletri. 

Þegar matseðillinn var lesinn fyrir einn blindan gest veitingastaðarins var ákveðið að prenta þá líka með blindraletri. „Þetta á að vera sjálfsögð þjónusta fyrir blinda,“ segir Björn. Hann segist ekki vita til þess að aðrir veitingastaðir bjóði upp á slíka seðla.   

Veitingastaðurinn Glóð á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum.
Veitingastaðurinn Glóð á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum. Ljósmynd/Aðsend

Björn segir minni ferðamannastraum nú í sumar sem hafi haft áhrif á söluna miðað við í fyrra, en það sé þó mismunandi milli staða og í einhverjum tilfellum hafi orðið fjölgun. Bæði hafi veðrið nokkuð að segja auk þess sem flugfélagið WOW air féll fyrr á árinu.

Björn bendir á að Íslendingar séu einnig duglegir að leggja leið sína austur þegar spáin er góð. „Í næstu viku er spáð um 23 stiga hita og ef það er góð spá þá er Atlavík fljót að fyllast,“ segir hann.  

Fyrirtækið 701 hotels á og rekur Hótel Valaskjálf og Hótel Hallormsstað auk veitingastaðanna Glóð resturant, Salt bistro og Skálann diner. 

Uppfært: Í upphaflegri frétt var greint frá fækkun gesta milli ára hjá öllum veitingastöðum fyrirtækisins, en hið rétta er að gestum hefur bæði fjölgað og fækkað eftir því hvaða stað er verið að ræða.

Björn Berg Pálsson, rekstrarstjóri hjá 701 Hotels.
Björn Berg Pálsson, rekstrarstjóri hjá 701 Hotels. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert