Brottfall úr námi langmest á Íslandi

Brottfall ungmenna á aldrinum 18-24 ára úr skóla eða þjálfun …
Brottfall ungmenna á aldrinum 18-24 ára úr skóla eða þjálfun er 21,5% á Íslandi. Meðaltalið í Evrópu eru 10,6%. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hlutfall íslenskra ungmenna á aldrinum 18-24 ára sem hætti of snemma í námi eða þjálfun á árinu 2018 var 21,5%. Það er hvergi meira í allri Evrópu, þar sem meðaltalið er 10,6%. Hlutfallið varð hærra á milli 2017 og 2018, úr 17,8% í 21,5%. 

Árið á undan hafði Spánn haft hæsta hlutfallið, 18,3%. Önnur Norðurlönd sem mæld voru mældust undir meðaltalinu, á meðan Ísland hafði mun hærra hlutfall. Í raun er verið að mæla hlutfall ungmenna sem eru hvorki í námi né þjálfun hvers konar. Þann flokk hljóta að fylla hópar eins og fólk sem hefur tekið sér hlé frá námi að loknum menntaskóla.

Danmörk, Svíþjóð og Finnland eru undir meðaltali Evrópuríkjanna. Ísland er …
Danmörk, Svíþjóð og Finnland eru undir meðaltali Evrópuríkjanna. Ísland er með tvöfalt hlutfall á við meðaltalið. Ljósmynd/Skjáskot

Þessar upplýsingar eru birtar á vef upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í tilefni alþjóðlegs dags kunnáttu ungmenna. „1,2 milljarður manna í heiminum er á aldrinum 15 til 24 ára eða 16% íbúa heims. Ungt fólk er nærri þrisvar sinnum líklegra til að vera atvinnulaust en eldra fólk og verður oft að sætta sig við verri störf, ekki síst konur sem oft hafa ekki fulla eða jafnvel enga vinnu,“ segir þar jafnframt.

Hér er að lesa frétt Sameinuðu þjóðanna og hér má sjá tölfræði síðustu ára hjá Evrópuríkjunum.

Ísland á við öll hin Evrópuríkin.
Ísland á við öll hin Evrópuríkin.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert