Diamond Beach er víða

Diamond Beach er Fellsfjara
Diamond Beach er Fellsfjara mbl.is/Ómar

Blá­hnjúk­ur er Blue Peak, Brenni­steins­alda er Sulf­ur Wave, Reyn­is­fjara er Black Sand Beach (sem síðan er þýtt til baka í Svörtu­fjöru af vel­viljuðum sem vita ekki bet­ur), Brunn­horn er Batman Mountain, Kirkju­fell er Arrowhead Mountain, Bláa lónið er Blue Lagoon, Gamla laug­in á Flúðum er Secret Lagoon og þegar Raufar­hóls­helli er flett upp á Google Maps er leit­and­inn fyrr en var­ir kom­inn djúpt í Lava Tunn­el.

Eins og frægt er síðan orðið er nú einkum rætt um Diamond Beach á Breiðamerk­urs­andi, sem ein­hverj­um þætti hljóma meira eins og enda­punkt­ur í böl­sýn­is­legri vís­inda­skáld­sögu en dæmi úr raun­veru­leik­an­um. Það er það þó ekki held­ur er ís­lensk­an þar bók­staf­lega að renna út í sand­inn.

Nú skulu ramm­ar skorður við reist­ar.

Örnefna­nefnd sendi bréf til hvers ein­asta sveit­ar­fé­lags lands­ins á dög­un­um þar sem þess var farið á leit við hvern og einn að hann færi á stúf­ana eft­ir grun­sam­leg­um ör­nefn­um í sínu héraði. Ensk­an er að færa sig upp á skaftið. 

„Við tók­um Diamond Beach á Breiðamerk­urs­andi sem dæmi en þetta er að ger­ast miklu víðar,“ seg­ir Þór­unn Sig­urðardótt­ir, frá­far­andi formaður nefnd­ar­inn­ar. Þess vegna hef­ur nefnd­in farið þess á leit við sveit­ar­fé­lög­in að þau hugi að þess­ari þróun og bregðist við, áður en það er um sein­an. 

Þórunn Sigurðardóttir er fráfarandi formaður Örnefnanefndar. Hún mælir með því …
Þór­unn Sig­urðardótt­ir er frá­far­andi formaður Örnefna­nefnd­ar. Hún mæl­ir með því að sveit­ar­fé­lög kanni það hjá sér hvort skerpa þurfi á ör­nefn­um í sveit­inni, sem kunna vera að af­bak­ast í ensku. mbl.is/​Styrm­ir Kári

Diamond Beach hef­ur ís­lenskt nafn. Hún er nefnd Eystri-Fells­fjara aust­an Jök­uls­ár og Vestri-Fells­fjara vest­an ár. Þór­unn tel­ur að ef ís­lensk ör­nefni ættu sér stoð í kort­un­um á net­inu væru minni lík­ur á að ónefni sem kann að vera slegið upp á skilti á svæðunum fest­ist í sessi.

Land­mæl­ing­ar inn í Google Maps

Í til­felli Diamond Beach ætti ekki að vera of seint að grípa inn í, þó að það ör­nefni sé vissu­lega það eina sem komi upp á Google Maps þegar svæðið er skoðað. Ann­ars heit­ir strönd­in í kring Breiðamerk­urs­and­ur. Örnefna­nefnd hvatti ekki aðeins sveit­ar­fé­lög til þess að fara yfir sín mál held­ur sendi hún menn­ing­ar- og mennta­málaráðuneyt­inu einnig er­indi um að ráðuneytið kæmi í kring sam­starfi við Google um að Google Maps nýti sér gagna­grunn Land­mæl­inga Íslands við korta­gerð sína.

Google Maps kallar þetta Diamond Beach en Íslendingar kalla þetta …
Google Maps kall­ar þetta Diamond Beach en Íslend­ing­ar kalla þetta ekki neitt sér­stakt, í raun bara Jök­uls­ár­lón. Strönd­in öll heit­ir Breiðamerk­urs­and­ur. Skjá­skot/​Google Maps

„Það er líka bara ör­yggis­atriði að staðir heiti ekki tveim­ur nöfn­um. Fólk vill­ist mun gjarn­ar ef það eru tvö landa­kort í um­ferð af sama svæði og svo get­ur það komið upp að sækja þurfi fót­brotið fólk eða hvaðeina. Þá er var­huga­vert að hafa ekki sam­ræmi,“ seg­ir Þór­unn.

Hún er bjart­sýn um að þau taki það til sín sem eiga það, sveit­ar­fé­lög­in þar sem ensk ör­nefni hafa skotið rót­um yfir al­ís­lenska staði, sem flest­ir heita þegar sín­um góðu og gildu nöfn­um. Og hún er sömu­leiðis vongóð um að ráðuneytið komi því í kring að ör­nefna­skrár Land­mæl­inga verði for­ritaðar inn í Google Maps við tæki­færi, enda öllu ná­kvæm­ari en þau gögn sem Google miðar við.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert