Vilja lægri gjöld á bjór

Hærri gjöld á bjór en vín .
Hærri gjöld á bjór en vín .

Sigurður Pétur Snorrason, stofnandi RVK Brewing Company og formaður samtaka íslenskra handverksbrugghúsa, segir marga bjórframleiðendur telja ótækt að lægri gjöld séu lögð á léttvín en bjór og vilji að lagaumhverfið verði endurskoðað.

Hann og fleiri framleiðendur séu að skapa störf, nýsköpun sé um allt land og framleiðendur fái til sín gesti og túrista. Á sama tíma búi bjórframleiðendur við mjög óþjált og íþyngjandi umhverfi áfengisgjalda.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Agnes Anna Sigurðardóttir, eigandi Kalda  að ekki sé nægjanlega hlúð að íslenskri bjórframleiðslu og telur galið að kampavín og fleiri vinsælir drykkir beri lægri gjöld en bjór.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert