Ekki lagt hald á viðlíka magn áður

Þrír menn eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um að smygla inn …
Þrír menn eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um að smygla inn metamfetamíni. mbl.is/Hari

„Málið er í rannsókn og gerum okkur vonir um að það gangi hratt fyrir sig. Við vonumst til að ná að klára þetta í þessum mánuði og geta sent það til héraðssaksóknara,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, við mbl.is um rannsókn embættisins á innflutningi á tveim­ur kíló­um af metam­feta­míni til lands­ins frá Kan­ada. Þetta kom fyrst fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö.

Þrír karlmenn eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa smyglað tveimur kílóum af metamfetamíni 28. júní síðastliðinn. Þeir eru allir íslenskir ríkisborgarar. 

„Mér er ekki kunnugt um að hafa lagt hald á svona mikið magn í einu. Ég hef ekki orðið vitni að því á mínum starfsferli,“ segir Ólafur Helgi um magnið. 

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum
Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum Ljósmynd/Júlíus Sigurjónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert