Grunaðir um smygl á metamfetamíni

Mennirnir voru handteknir á keflavíkurflugvelli.
Mennirnir voru handteknir á keflavíkurflugvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrír karlmenn eru í gæsluvarðhaldi en þeir eru grunaðir um að hafa reynt að smygla tveimur kílóum af metamfetamíni til landsins frá Kanada. Mennirnir voru handteknir á Keflavíkurflugvelli 28. júní.

Greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þar segir að í farangri mannanna hafi fundist styttur sem innihéldu pakkningar af metamfetamíni.

Haft er eftir Ólafi helga Kjartanssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, að málið sé í rannsókn sem miði vel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka