Minna í húsnæði en hjá ESB

mbl.is/Sigurður Bogi

Árlegur kostnaður heimila hér á landi vegna húsnæðis (að undanskildum húsnæðiskaupum) er að meðaltali 22,1% heildarútgjalda.

Þetta sýna tölur frá 2017 um neysluútgjöld heimila sem Hagstofa Evrópu (Eurostat) hefur birt. Til samanburðar er þessi útgjaldaliður að meðaltali 24,2% hjá heimilum í löndum Evrópusambandsins (ESB).

Útgjöld Íslendinga vegna hótela og veitingastaða eru hærri en fólks í löndum Evrópusambandsins. Þá verja Íslendingar að meðaltali 14,6% tekna sinna í samgöngur, en meðaltalið í löndum ESB er 13%, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert