„Typpið er farið úr fjallinu“

Svona leit fjallið út um miðjan júní. Nú er þetta …
Svona leit fjallið út um miðjan júní. Nú er þetta krass á bak og burt, og þar með taldir eru getnaðarlimirnir sem lágu niður hlíðina. Ljósmynd/María Elíasdóttir

Í gær og í dag hefur fólk verið að á Helgafelli við að má út alls konar krot úr hlíðum fjallsins. Þau nota vírbursta til að pússa í burt sprungur og rispur af öllum stærðum og gerðum sem tákna allt frá fangamerkjum fólks til risavaxinna reðurtákna sem teygja sig upp eftir fjallinu.

„Typpið er farið úr fjallinu,“ segir landvörður í Reykjanesfólkvangi, Óskar Sævarsson, sigri hrósandi. „Við tókum eina umferð í gær og nú aðra og það er að mestu leyti horfið.“

Það gildir einnig um flest önnur mennsk ummerki á svæðinu, þau eru öll horfin. Á svæðinu er 22 manna hópur frá sjálfboðaliðasamtökunum Veraldarvinum og eru þeir allra þjóða. Svo er hópur frá Umhverfisstofnun.

Óskar Sævarsson landvörður í Reykjanesfólkvangi er lengst til hægri. Í …
Óskar Sævarsson landvörður í Reykjanesfólkvangi er lengst til hægri. Í dag er lögð lokahönd á að stroka út rispurnar úr Helgafelli. mbl.is/​Hari

„Við erum mjög einfalda og góða leið til að losa þetta úr berginu og þegar við ljúkum okkar verki sjást engin ummerki í berginu,“ segir Óskar. Hópurinn notast við vírbursta til þess að jafna út rispurnar, sem sumar eru allt að sentimetersdjúpar. Aðrar eru grynnri og einfaldari viðfangs.

Einföld verkfæri: vírbursti og hanskar. Það þarf ekki meira til …
Einföld verkfæri: vírbursti og hanskar. Það þarf ekki meira til í flestum tilvikum. mbl.is/​Hari

„Það elsta hérna gæti verið allt að 20 ára gamalt,“ segir Óskar, þannig að tími er til kominn að þurrka það úr sögunni. Eftir aðgerðirnar verður fjallið eins og nýtt. Þá kynni að vera ráð að setja upp skilti sem kveða á um að krot sé bannað, enda ekki lítið tilefni til, verulegur fjöldi fólks gengur upp það dag hvern.

Óskar hefur verið landvörður í Reykjanesfólkvangi um árabil og kemur á framfæri innilegum þökkum til Umhverfisstofnunar fyrir feykilega mikinn skilning. „Ég þarf ekki annað en að hringja!“

Veraldarvinir eru alþjóðleg sjálfboðaliðasamtök. Það voru mest Íslendingar sem krotuðu …
Veraldarvinir eru alþjóðleg sjálfboðaliðasamtök. Það voru mest Íslendingar sem krotuðu á fjallið en í dag voru það útlendingar sem löguðu skemmdirnar, frá Mexíkó, Kenía, Ítalíu, Kína og Frakklandi, svo dæmi séu nefnd. mbl.is/​Hari
Lagt á ráðin áður en haldið er af stað.
Lagt á ráðin áður en haldið er af stað. mbl.is/​Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert