Vegmerkingum ábótavant

Á Sæbraut eru engar málaðar línur sem skilja akreinarnar að.
Á Sæbraut eru engar málaðar línur sem skilja akreinarnar að. mbl.is/Golli

Taf­ist hef­ur í um þrjár til fjór­ar vik­ur að veg­merkja veg­arkafla á Sæ­braut í Reykja­vík eft­ir mal­bik­un­ar­fram­kvæmd­ir þar í júní.

Ábend­ing­ar hafa borist Vega­gerðinni vegna þessa, en hönn­un vegna breyt­inga á staðsetn­ingu veg­merk­ing­anna tafði upp­haf­lega fyr­ir. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vega­gerðinni frá því í gær stóð til að hefja í verkið í síðustu viku. Votviðri mun hafa staðið í vegi fyr­ir því og beðið er eft­ir þurrki. Þar að auki þarf að vinna verkið að næt­ur­lagi. Í sum­ar hef­ur verið lokið við mal­bik­un á Sæ­braut nærri Katrín­ar­túni, Frakka­stíg og Snorra­braut, en enn er þar lokuð ak­rein sem verið er að breyta. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vega­gerðinni er Sæ­braut aðeins brot af því sem merkja þarf í sum­ar og eru önn­ur veg­merk­ing­ar­verk­efni um allt land á und­an áætl­un að sögn, þökk sé góðviðri í upp­hafi sum­ars.

Í bíla­blaði Morg­un­blaðsins er fjallað um veg­merk­ing­ar hér á landi. Ólaf­ur Guðmunds­son um­ferðarör­ygg­is­sér­fræðing­ur áætl­ar að á helm­ingi gatna­móta á Íslandi sé merk­ing­um ábóta­vant.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert