Áhyggjur af stöðunni

Herdís Storgaard.
Herdís Storgaard. Ómar Óskarsson

Her­dís Storga­ard, verk­efna­stjóri hjá Miðstöð slysa­varna barna, hef­ur varað við töpp­um af drykkjarí­lát­um og svo­kölluðum skvís­um. Til­kynn­ing­um um til­felli þar sem börn setja upp í sig hluti sem loka önd­un­ar­veg­in­um hef­ur fjölgað.

Fimm til­felli hafa verið til­kynnt á síðustu tveim­ur árum en níu til­felli voru til­kynnt frá 1991 fram að þeim tíma. Her­dís seg­ir marga fram­leiðend­ur meðvitaða um hættu sem staf­ar af hlut­um sem lokað geta önd­un­ar­vegi barna. M.a. séu nú göt á snuðum svo börn fái loft ef þau stinga öllu snuðinu upp í sig.

Her­dís er mjög ósátt við stöðu mála viðvíkj­andi slysa­vörn­um barna. Að henn­ar sögn er eng­inn sér­stak­ur starfsmaður hjá Land­lækni sem sér um þau mál þrátt fyr­ir að fjár­magn sem áður fór í slysa­varn­ir barna hafi verið flutt til embætt­is­ins. Her­dís vinn­ur sjálf­boðavinnu hjá Miðstöð slysa­varna barna en Sjóvá og IKEA á Íslandi sjá um ann­an rekstr­ar­kostnað. Launuð verk­efni sem hún vinn­ur er­lend­is gera henni kleift að halda áfram sjálf­boðastörf­um á Íslandi. Í um­fjöll­un um mál þessi í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Her­dís margt hafa áunn­ist í slysa­vörn­um barna en halda þurfi áfram.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert