„Reyna að kúga SGS til uppgjafar“

Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins.
Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. mbl.is/Eggert

Starfsgreinasambandið (SGS) hefur boðað formannafund til að ræða „alvarlega stöðu og ákveða næsta skref“ eins og fram kemur í fréttatilkynningu. Formaður SGS segir stöðuna í kjaradeilunni við Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) alvarlega en næsti fundur deiluaðila er 21. ágúst.

Fram kemur í tilkynningunni frá SGS að samningar hafi náðst milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og annarra samningsaðila en Starfsgreinasambandsins þess efnis að starfsfólk með lausa samninga fái eingreiðslu upp á 105.000 krón­ur greiddar 1. ágúst.

Samband íslenskra sveitarfélaga hafi hins vegar neitað Starfsgreinasambandinu um slíkar eingreiðslur þar sem SGS hafi vísað kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara.

SÍS hefur ákveðið einhliða að félagsmenn í félögum innan SGS fái ekki þessa eingreiðslu, og hefur sent póst til allra sveitarfélaga þar sem þeim er beinlínis bannað að koma eins fram við alla sína starfsmenn. Hér er greinilega verið að reyna að kúga SGS til uppgjafar og ótrúlegt að sveitarfélögunum finnist það sæmandi að greiða ekki lægst launaða starfsfólkinu umrædda eingreiðslu líkt og öðrum,“ kemur fram í fréttatilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert