„Birkikemba virðist vera í blússandi uppsiglingu, sérstaklega á suðvesturhorninu,“ sagði Edda Sigurdís Oddsdóttir, sviðsstjóri rannsóknasviðs Skógræktarinnar á Mógilsá.
„Hún er að breiðast út. Við höfum frétt af henni á nýjum stöðum, til dæmis á Vestfjörðum.“
Annar nýlegur skaðvaldur trjáa er bjallan asparglytta sem börn kalla gullbjöllu og herjar á víðitegundir og ösp. Óvenju lítið hefur sést af henni í sumar. Birkiþéla er vesputegund sem verpir í birkilauf seinni part sumars þegar birkið er að ná sér eftir birkikembuna. 10