Eru alltaf á vaktinni

Dýralæknar veita þjónustu vegna dýraheilbrigðis og fylgjast einnig með velferð …
Dýralæknar veita þjónustu vegna dýraheilbrigðis og fylgjast einnig með velferð dýra og hafa eftirlit með matvælaframleiðslu mbl.is/Sigurður Bogi

„Það þarf að end­ur­skoða kerfið al­veg frá grunni,“ sagði Char­lotta Odds­dótt­ir, formaður Dýra­lækna­fé­lags Íslands, um þjón­ustu­samn­inga Mat­væla­stofn­un­ar (MAST) við dýra­lækna í dreifðum byggðum.

Hún sagði að Sig­ur­borg Daðadótt­ir yf­ir­dýra­lækn­ir hefði haft for­göngu um að MAST og Dýra­lækna­fé­lagið leituðu lausna á vand­an­um. Hug­mynd­ir sem urðu til í þeirri vinnu voru lagðar fyr­ir Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra þegar dýra­lækn­ar gengu á hans fund. Hann ákvað að skipa starfs­hóp um þjón­ustu dýra­lækna í dreifðum byggðum og vaktþjón­ustu dýra­lækna. Hóp­ur­inn á að skila til­lög­um í októ­ber.

Þjón­ustu­samn­ing­ur­inn er ómann­eskju­leg­ur og eng­um bjóðandi. Ef ég vil kom­ast í frí þarf ég að redda ein­hverj­um fyr­ir mig og líka ef ég veikist eða slasast,“ sagði Sig­ríður Inga Sig­ur­jóns­dótt­ir, dýra­lækn­ir á Ísaf­irði. Hún sagði upp í mars. Eft­ir að þjón­ustu­samn­ing­arn­ir fóru til MAST árið 2011 tók hún sér aldrei frí, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert