Kökur til fjármögnunar slysavörnum

Víða leynast hættur á heimilum.
Víða leynast hættur á heimilum. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

„Slysavarnadeildirnar um allt land fjármagna forvarnarstarfið með því að selja kökur og sjá um erfidrykkjur,“ segir Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnastjóri slysavarna hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, en félagið hefur í sjálfboðavinnu unnið að 170 slysavarnarverkefnum á 34 þéttbýliskjörnum á landinu.

Verkefni tengd börnum eru m.a. foreldrafræðsla, afhending endurskinsmerkja, umferðarfræðsla og hjóladagar. Í haust stendur Landsbjörg fyrir fræðslu þar sem foreldrar eru minntir á hvernig geyma skuli eiturefni.

Í Morgunblaðinu í gær var rætt við Herdísi Storgaard, verkefnastjóra hjá Miðstöð slysavarna barna, þar sem hún gagnrýndi litla áherslu á slysavarnir barna.

Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, segir engan starfsmann embættisins sinna sérstaklega slysavörnum barna. Hann segir landlækni almennt taka undir ábendingar um að betur þurfi að gera hvað viðkemur slysavörnum barna. Landlæknir hafi tekið það upp á samráðsvettvangi embættisins og heilbrigðisráðuneytisins hvernig sinna megi þessum mikilvæga málaflokki svo sómi sé að.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert