Pétur G. Markan til Biskupsstofu

Pétur G. Markan nýr samskiptastjóri Biskupsstofu.
Pétur G. Markan nýr samskiptastjóri Biskupsstofu. Ljósmynd/Aðsend

Pétur Georg Markan hefur verið ráðinn samskiptastjóri Biskupsstofu. Hann lét nýlega af störfum sem sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og leiddi þar Fjórðungssamband Vestfirðinga og Vestfjarðastofu.

Pétur hefur störf hjá Biskupsstofu í ágúst en hann er guðfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands. Hann tekur við starfinu af Elíasi Þórssyni, sem lét af störfum 1. júní.

Pétur G. hefur löngum verið virkur í stjórnmálastarfi, meðal annars sem varaþingmaður fyrir Samfylkingu. Þá á Pétur á knattspyrnuferil að baki og lék meðal annars með Fjölni, Val og Víking í úrvalsdeild.

Áður starfaði Pétur meðal annars sem verkefnastjóri á markaðs- og samskiptasviði Háskóla Íslands. Auk þess hefur Pétur starfað sem framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands og framkvæmdastjóri Héraðssambands Vestfirðinga.

Þessir höfðu sótt um stöðuna, sem var auglýst fyrr á árinu:

1. Ásdís Gíslason, markaðsfræðingur.

2. Bjarni Einarsson, samskiptastjóri.

3. Brynjólfur Ólason, miðlunarsérfræðingur.

4. Díana Sjöfn Jóhannsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri.

5. Emmanuel Caamic, starfsmaður Landspítala.

6. Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur.

7. Guðrún Erlingsdóttir, blaðamaður.

8. Halldór Elías Guðmundsson, djákni.

9. Hannes Valur Bryndísarson, stjórnmálafræðingur.

10. Heba Soffía Björnsdóttir, verkefnastjóri.

11. Helgi Magnússon, markaðsfræðingur.

12. Ingi Karlsson, sjálfstætt starfandi.

13. Ingibjörg Ásta Gunnarsdóttir, mannfræðingur.

14. Jóhann Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri.

15. Jón Tryggvi Sveinsson, aðstoðarmaður.

16. Magnús Bjarni Baldursson, framkvæmdastjóri.

17. María Gunnarsdóttir, verkefnastjóri.

18. María Margrét Jóhannsdóttir, alþjóðasamskiptafræðingur.

19. Pétur G. Markan, sveitarstjóri.

20. Ravi Bharatbhai Jani, framkvæmdastjóri.

21. Sigurður Már Jónsson, blaðamaður.

22. Sigurður Sigurðarson, markaðsráðgjafi.

23. Snorri Kristjánsson, samskipta- og fjölmiðlafræðingur.

24. Þorgeir Freyr Sveinsson, guðfræðingur og framkvæmdastjóri.

25. Þorsteinn Ólafs, viðskiptafræðingur.

26. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert