Matarsóun á hjúkrunarheimilinu Eir á átta dögum nam 59,7 kg á dag að meðaltali. Sóun á heimilinu yfir átta daga tímabil var könnuð og fóru 358,3 kg af mat til spillis.
Tölurnar gefa til kynna að á öllum þremur heimilum Eirar, þar sem búa um 185 manns, fari um 18 tonn af mat til spillis á einu ári.
Á þremur deildum var að meðaltali 22,8% matar hent. Könnunin er sú fyrsta sem framkvæmd er á hjúkrunarheimili hér á landi, að sögn Írisar Daggar Guðjónsdóttur, hjúkrunardeildarstjóra á Eir. Hún hvetur önnur hjúkrunarheimili til að gera slíkar kannanir.
„Þetta kom okkur á óvart, þar sem iðulega er talað um vannæringu eldri borgara,“sagði Íris. Hún segir að verið sé að endurskoða gæði matarins fremur en magn hans. Súpur, grautar og sætmeti eru það sem helst fer til spillis en mötuneyti Eirar vinnur nú að því að auka framboð á heitum mat í hádegis- og kvöldmat, og minnka framreiðslu þess sem helst fer til spillis.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.