Vonast eftir frumvarpi um jarðakaup í haust

Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust.

„Þessi þróun sem hefur verið síðustu ár er alveg óviðunandi. Þess vegna hafa stjórnvöld verið með það til skoðunar hvaða leiðir séu færar til að hafa þetta umhverfi með eðlilegri hætti og líkara því sem við þekkjum bæði í Noregi og Danmörku,“ segir Sigurður í Morgunblaðinu í dag, spurður um jarðakaup erlendra aðila eins og þau sem fjallað var um í Morgunblaðinu í fyrradag.

Þar kom fram að Fljótabakki ehf., íslenskt dótturfélag bandaríska ferðaþjónustufyrirtækisins Eleven Experience, hefði keypt jörðina Atlastaði í Svarfaðardal.

Segir Sigurður að sú vinna sem sé í gangi á vegum stjórnvalda sé í tengslum við tillögur starfshóps, sem skipaður var til að endurskoða lög um eignarhald á bújörðum, sem birtar voru í lok september í fyrra. Í skýrslu starfshópsins komu m.a. fram tillögur um að skilyrði yrðu sett um að eigendur jarða byggju sjálfir á jörðinni og að erlendir eigendur þyrftu að hafa þar lögheimili.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert