Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hefur samþykkt erindisbréf fyrir starfshóp varðan di verklag og eftirlit með búsetu í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.
Rósa Guðbjartsdóttir er formaður starfshópsins, en auk hennar skipa hópinn fulltrúar frá skipulaginu, byggingarfulltrúum og heilbrigðiseftirliti ásamt fulltrúum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og SHS.
Í erindisbréfi starfshópsins kemur fram að kortlagning á búsetu í atvinnuhúsnæði nái aftur til ársins 2003. Nýleg kortlagning frá 2017 sýni umtalsverða aukningu á slíkri búsetu undanfarin ár og áætla megi að slíkar húseignir séu vel yfir 300.
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir í Morgunblaðinu í dag, að ástæða hefði þótt til þess að stofna svona starfshóp, vegna þess að hér væri um viðfangsefni að ræða sem takast yrði á við.