„Þessi óreiða bjó til einræðisherra“

Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata.
Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta var þá ekki allt sam­an bara í hausn­um mér,“ seg­ir Ásta Guðrún Helga­dótt­ir, fyrr­ver­andi þingmaður Pírata, á Face­book-síðu sinni um umræðu í röðum Pírata um sam­starf í þing­flokki flokks­ins við Birgittu Jóns­dótt­ur. Hafa þing­menn flokks­ins dregið upp dökka mynd af sam­skipt­um sín­um við hana í þing­flokkn­um.

Hafnað var í at­kvæðagreiðslu á fé­lags­fundi hjá Pír­öt­um í vik­unni að Birgitta tæki sæti í trúnaðarráði flokks­ins. Fyr­ir at­kvæðagreiðsluna fór Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, hörðum orðum um reynslu sína af sam­starfi við hana. Sagði hann Birgittu stuðla að ósætti en ekki sátt, grafa und­an sam­herj­um sem hún teldi ógna stöðu sinni og hóta þeim. Þá færi hún í fýlu ef hún fengi ekki sínu fram­gengt.

Til­efni skrifa Ástu Guðrún­ar er viðtal Stund­ar­inn­ar við Söru Elísu Þórðardótt­ur, varaþing­mann Pírata, þar sem hún seg­ir Birgittu ekki þolanda í þessu máli held­ur ger­anda. Tek­ur hún und­ir með Helga Hrafni og sak­ar Birgittu um að hafa beitt sam­herja sína and­legu of­beldi, til að mynda með því að gera lítið úr þeim.

„Ég er með kökk í háls­in­um af kvíða eft­ir að hafa lesið þetta viðtal. Þetta ýfir upp áfall­a­streit­una sem ég hef verið að vinna við síðan ég hætti á þingi. Þetta lýs­ir bara ágæt­lega því sem ég þurfti að díla við í tvö ár af sam­starfi við þessa konu, sem var það erfitt að það þurfti að kalla til vinnustaðasál­fræðing. Deila og drottna, skapa sundr­ungu. Að ráða ríkj­um í óreiðunni,“ seg­ir Ásta Guðrún enn­frem­ur.

„Flatur strúkt­ur á ekki að þýða neinn strúkt­ur - en fyr­ir hana, þá þýddi flatur strúkt­ur óreiða, að það væri hægt að færa mörk­in enda­laust til, að setja óraun­veru­leg­ar kröf­ur á aðra. Aðrar regl­ur gilda um hana en aðra. Þessi óreiða bjó til ein­ræðis­herra þar sem hinn frek­asti fékk að ráða, og þegar það var reynt að spyrna við því, þá fór allt í upp­nám,“ seg­ir hún enn frem­ur. Málið núna ýfði þannig upp göm­ul sár.

„Þetta er kannski ákveðið upp­gjör, sem hjá mér byrjaði með því að labba inn í þing­flokk sem var svo þrung­inn ósætti að það þurfti að kalla á vinnustaðasál­fræðing, ein besta ákvörðun sem ég tók á mín­um stutta ferli sem þingmaður. Ég er enn að vinna mig úr þessu tíma­bili, sem held ég verði með erfiðustu árum lífs míns, enda erfitt að toppa. Það að sjá aðra tala eins og úr mínu hjarta um þetta sam­starf er ákveðin viður­kenn­ing á því sem ég upp­lifði. Þetta var þá ekki allt sam­an bara í hausn­um mér.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert