Bræður sem vissu ekki hvor af öðrum

Natan Dagur Berndsen og Isak Ahlgren smullu saman um leið …
Natan Dagur Berndsen og Isak Ahlgren smullu saman um leið og þeir hittust í fyrsta sinn í Svíþjóð. Þeir nutu samvistanna hvor við annan.

Natan Dagur Berndsen, 10 ára íslenskur strákur, hitti hálfbróður sinn, Isak Ahlgren, í fyrsta sinn í Svíþjóð í fyrradag. Natan Dagur, Isak og 10 ára drengur í Danmörku eru allir getnir með gjafasæði sama manns.

Mæður Natans, Katrín Þóra Víðisdóttir Berndsen og Erla Björk Berndsen Pálmadóttir, fundu bræður hans eftir að þær fengu númer sæðisgjafans og settu í gagnabanka. Móðir drengsins í Danmörku vildi ekki koma á tengslum þar sem sonur hennar veit ekki að hann var getinn með hjálp sæðisgjafa. Natan og Ísak fengu alfarið að ráða hvort þeir hittust og hvernig þeir skilgreina sig.

„Þeir smullu saman og Isak, sem er einbirni, var mjög spenntur að sjá bróður sinn,“ segir Katrín í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, en bræðurnir þykja mjög líkir þrátt fyrir að Isak sé talinn mjög líkur móður sinni, Lottu, og Natan líkur Katrínu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert