GRÓ sótti göngumann á Fimmvörðuháls

TF-GRÓ á marflatri Morinsheiðinni í dag.
TF-GRÓ á marflatri Morinsheiðinni í dag. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Ný þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-GRÓ, fór í sitt fyrsta útkall í dag er hún sótti slasaðan göngumann á Fimmvörðuháls. Samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni var maðurinn ekki alvarlega slasaður, en átti erfitt með gang.

Áður hafði borist tilkynning frá Landsbjörg um að björgunarsveitir á Suðurlandi væru farnar af stað til þess að sækja manninn þar sem hann var staddur ofarlega á Morinsheiði.

Þar var tekið fram að erfitt gæti reynst að bera manninn niður, þar sem leiðin liggur um kletta og bratta hryggi niður í Þórmörk.

TF-GRÓ kom til landsins fyrr í mánuðinum og leysti af hólmi vélina TF-SÝN. GRÓ er af gerðinni Airbus Super Puma H225, árgerð 2010.

Und­an­farna mánuði hafa verið gerðar um­fangs­mikl­ar breyt­ing­ar á vél­inni til að hún sé i stakk búin til að nýt­ast Land­helg­is­gæsl­unni en það var loks í dag sem hún fór í sitt fyrsta útkall.

Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert