Missti afl og brotlenti

Frá slysstað fyrr í dag.
Frá slysstað fyrr í dag. mbl.is/Alfons Finnsson

Lít­illi fis­vél hlekkt­ist á í flug­taki á Rifi á Snæ­fellsnesi um tvö í dag. Þetta staðfesti Svan­ur Tóm­as­son, slökkviliðsstjóri slökkviliðs Snæ­fells­bæj­ar, í sam­tali við mbl.is. Tveir voru í vél­inni og var ann­ar þeirra flutt­ur á heilsu­gæslu með minni hátt­ar áverka. 

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is á staðnum er flugmaður vél­ar­inn­ar reynd­ur ferjuflugmaður. Var vél­in kom­in nokkra metra upp í loftið þegar hún missti afl og brot­lenti. 

Lið slökkviliðs á staðnum fyrr í dag.
Lið slökkviliðs á staðnum fyrr í dag. Ljós­mynd/​Steinþór Stef­áns­son
Lögreglufólk athugar slysstaðinn nú rétt eftir tvö í dag.
Lög­reglu­fólk at­hug­ar slysstaðinn nú rétt eft­ir tvö í dag. mbl.is/​Al­fons Finns­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka