Nú hillir undir byggingu ódýrari íbúða

mbl.is/​Hari

Sex aðilar hyggjast hefja byggingu á ódýrari íbúðum fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur á næstunni, ef áform og fjármögnun ganga eftir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Til stendur að byggja þessar íbúðir á lóðum sem hafa verið teknar frá fyrir hagkvæmar íbúðir. Borgarráð hefur samþykkt slík lóðavilyrði á níu reitum. Þrír hópar hafa skilað gögnum um fjármögnun og fengið fullgild lóðavilyrði. Þeir eru Frambúð sem þróar byggð í Skerjafirði, Vaxtarhús sem vinnur að verkefni á reit Sjómannaskólans og Urðarsel í Úlfarsárdal.

Auk þess samþykkti borgarráð fimm vilyrði þar sem aðilar fengu átta vikna frest til að tryggja fjármögnun eiginfjár sem nemur 20% af áætluðum byggingarkostnaði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert